Fréttir

Laugardagurinn 14. Mars.14 / 03 - 2015

Almannavarnir segja að allir skuli vera heima hjá sér. Svo gerum við og því er lokað í dag þann 14. mars.
Eyþór og Kiddi.

Veikindi.03 / 03 - 2015

Flensan lagði okkur flöt, en erum að braggast. Kiddi mætir á morgun ef allt gengur upp.

Arduino og Raspberry26 / 02 - 2015

Það er komið fullt af nýjum hlutum. Kiktu á: elfa.se og velleman.eu.

Nýtt.16 / 12 - 2014

Tveir nýir hlutir komu til landsins í dag frá Velleman

1) Sveiflusjá WFS210 sem notar þráðlausa tengingu við tölvu. Semsagt engin hætta á að eyðileggja tölvuna.

Verð Kr. 56.000,- en nánari upplýsingar hjá velleman.eu.

2) Nýr 3D prentari K8400 sem getur prentað tvo liti samtímis Verð kr. 165.000,-

Einnig kom ný lóðstöð og 8 rása eftirlitskerfi.

Opið um jólin.04 / 12 - 2014

6 . des laugardagur: 10-13,00
13. des Laugardagur: 10-14,00
20. des Laugardagur: 10-16,00
23. des Þorláksmessa: 09-18,00
24. des Aðfangadag 10-12,00
25 des Jóladag LOKAÐ
26 des Annar í jólum LOKAÐ
27. des Laugardagur LOKAÐ
31 des Gamlársdag 10-12,00
1 Jan Nýjársdag. LOKAÐ

 

Leita í vörulista

 

Verslunin

Opnunartími

maí – september október – apríl
Virka daga 08:00 – 17:00 09:00 – 18:00
Laugardaga er ekki opið 10:00 – 12:00

Starfsfólk

Eyþór G. Jónsson
Tæknifræðingur og Framkvæmdastjóri

Kristmundur Bergsveinsson
Rafeindavirki

Bryndís Gísladóttir
Bókhald

 

Sagan

Árið 1976 komu saman 3 Tæknifræðingar, þeir Eyþór G. Jónsson, Frosti Bergsson og Gunnar Ingi Gunnarsson til að stofna lítið þróunarfyrirtæki sem skyldi annast sölu og smíði á ýmsum rafeindabúnaði. Nafn var valið SAMEIND hf.

Ári seinna bættist Sigurður Örn Kristjánsson í hópinn.

Fyrsta verkefnið var að hefja sölu á ósamsettum tækjum frá JOSTYKIT.

Fyrsta árið var fyrirtækið til húsa að Tómasarhaga 48 í forstofuherbergi. Ári seinna flutti það að Grettisgötu 46. Árið 1977 hóf Sameind að selja vörur frá Heathkit / Zenith og þar á meðal tölvur H-8 og Z-89 sem notuðu Z-8085 örgjafa. Árið 1980 voru einnig Dragon tölvur og Superboard á boðstólum, einnig mælitæki frá FLUKE. 1983 fékkst umboð fyrir Ericsson System-11 skjái fyrir IBM-34-38 tölvur og 1984 komu fyrstu PC tölvurnar frá Zenith og urðu geysi vinsælar. Árið 1985 stækkaði Sameind svo mikið að að ákveðið var að flytja í Brautarholt 8, en þá höfðu Frosti og Sigurður hætt afskiptum af fyrirtækinu. Árið 1986 og 87 bættust FUJITSU og Diconix prentarar í vöruúrvalið og ferðatölvurnar Z-181 og Z-183 frá Zenith.

Þótt vel hafi gengið varð þetta eitt versta ár í sögu Sameindar vegna hinnar miklu þennslu þar sem laun tvöfölduðust á einu ári og miklu falli í hagkerfinu. Árið 1988 urðu mikil kaflaskipti með tilkomu nýrra hluthafa og samninga við IBM á sölu kassakerfa í verslanir þar sem á ýmsu gekk sem endaði með sameiningu við hluthafa Tæknivals í byrjun árs 1992 og stofnunar Íhlutir ehf. í febrúar 1992 sem ég, Eyþór, og Ólafur Sigurðsson eigum til helminga, en við áttum 25% í Sameind.

Starfsemi Íhluta hófst í Maí 1992 í Ármúla 4 en flutti í Skipholt 7 í Mars 1997 í stærra og betra húsnæði í eigu fyrirtækisins.

Íhlutir starfa á sömu hugmyndum og Sameind gerði í byrjun þ.e.a.s. útvega og hafa á lager þá nauðsynlegustu íhluti sem þarf á markaðinn, bæði til viðhalds, nýsmíði og kennslu.

Margt hefur breyst á þessum 28 árum, en eitt er þó eins, það eru ósamsett tæki, nema Jostykit er ekki til lengur, SMARTKIT og VELLEMAN eru komin í staðinn.


Á árunum 1980 til 1992 voru tölvurnar alsráðandi en í dag erum við eingöngu með kapla, tengi og tengikort fyrir tölvurnar ásamt öllum verkfærunum, mælitækjunum og íhlutunum sem eru í miklu úrvali. Í dag eru um 13.000 vörunúmer á lager.

Með vinsemd.

Eyþór G. Jónsson, Tæknifræðingur.

 

Umboð

 

 

Tækni

  • Kennsla

  • Íhlutir ehf. -
    Skipholt 7, 105 Reykjavík -
    Sími 511-28-40 -
    Fax 511-28-45 -
    e-mail: ihlutir@ihlutir.is