Fréttir

Vetur 202102 / 09 - 2021

Sumar 202101 / 07 - 2021

Febrúar 202117 / 02 - 2021

Kæru viðskiptavinir.

Vegna Covid-19 faraldursins munum við frá og með 7. október EINGÖNGU afgreiða pantanir milli 10:00-15:00 í Skipholti 7.

Hafið endilega samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma varðandi spurningar og ráð.ihlutir@ihlutir.is

s: 511 2840

Hægt er að sækja pantanir í Skipholtið mán-fös 10:00-15:00 eða fá sent með pósti.

Vörulisti Íhluta

Birgjarnir okkar eru með enn meira vöruúrval.

Við fáum vikulega sendingar frá Distrelec og mánaðarlega frá Velleman.

Aðrir helstu birgjar okkar eru Donau, Monacor og ElectrolubeVörulisti16 / 02 - 2021 width=

Vörulisti er birtur með fyrirvara um villur, gengisbreytingar og lagerstöðu.Tenglar á helstu birgja Íhluta:

 width=
 width=
 width=
 width=
 width=

Breyttar aðstæður02 / 09 - 2020

 

Leita í vörulista

 

Verslunin

Opnunartímar

Mánudag – Fimmtudag 10:00 – 17:00
Föstudag 10:00 – 15:00

Starfsfólk

Eyþór G. Jónsson
Tæknifræðingur og Framkvæmdastjóri

Bryndís Gísladóttir
Bókhald

Sagan

Árið 1976 komu saman 3 Tæknifræðingar, þeir Eyþór G. Jónsson, Frosti Bergsson og Gunnar Ingi Gunnarsson til að stofna lítið þróunarfyrirtæki sem skyldi annast sölu og smíði á ýmsum rafeindabúnaði. Nafn var valið SAMEIND hf.

Ári seinna bættist Sigurður Örn Kristjánsson í hópinn.

Fyrsta verkefnið var að hefja sölu á ósamsettum tækjum frá JOSTYKIT.

Fyrsta árið var fyrirtækið til húsa að Tómasarhaga 48 í forstofuherbergi. Ári seinna flutti það að Grettisgötu 46. Árið 1977 hóf Sameind að selja vörur frá Heathkit / Zenith og þar á meðal tölvur H-8 og Z-89 sem notuðu Z-8085 örgjafa. Árið 1980 voru einnig Dragon tölvur og Superboard á boðstólum, einnig mælitæki frá FLUKE. 1983 fékkst umboð fyrir Ericsson System-11 skjái fyrir IBM-34-38 tölvur og 1984 komu fyrstu PC tölvurnar frá Zenith og urðu geysi vinsælar. Árið 1985 stækkaði Sameind svo mikið að að ákveðið var að flytja í Brautarholt 8, en þá höfðu Frosti og Sigurður hætt afskiptum af fyrirtækinu. Árið 1986 og 87 bættust FUJITSU og Diconix prentarar í vöruúrvalið og ferðatölvurnar Z-181 og Z-183 frá Zenith.

Þótt vel hafi gengið varð þetta eitt versta ár í sögu Sameindar vegna hinnar miklu þennslu þar sem laun tvöfölduðust á einu ári og miklu falli í hagkerfinu. Árið 1988 urðu mikil kaflaskipti með tilkomu nýrra hluthafa og samninga við IBM á sölu kassakerfa í verslanir þar sem á ýmsu gekk sem endaði með sameiningu við hluthafa Tæknivals í byrjun árs 1992 og stofnunar Íhlutir ehf. í febrúar 1992 sem ég, Eyþór, og Ólafur Sigurðsson eigum til helminga, en við áttum 25% í Sameind.

Starfsemi Íhluta hófst í Maí 1992 í Ármúla 4 en flutti í Skipholt 7 í Mars 1997 í stærra og betra húsnæði í eigu fyrirtækisins.

Íhlutir starfa á sömu hugmyndum og Sameind gerði í byrjun þ.e.a.s. útvega og hafa á lager þá nauðsynlegustu íhluti sem þarf á markaðinn, bæði til viðhalds, nýsmíði og kennslu.

Margt hefur breyst á þessum 28 árum, en eitt er þó eins, það eru ósamsett tæki, nema Jostykit er ekki til lengur, SMARTKIT og VELLEMAN eru komin í staðinn.

Á árunum 1980 til 1992 voru tölvurnar alsráðandi en í dag erum við eingöngu með kapla, tengi og tengikort fyrir tölvurnar ásamt öllum verkfærunum, mælitækjunum og íhlutunum sem eru í miklu úrvali. Í dag eru um 13.000 vörunúmer á lager.

Með vinsemd.
Eyþór G. Jónsson, Tæknifræðingur.

 

Umboð

 

 

Tækni

  • Kennsla

  • Íhlutir ehf. -
    Skipholt 7, 105 Reykjavík -
    Sími 511-28-40 -
    Fax 511-28-45 -
    e-mail: ihlutir@ihlutir.is